Lionel Messi hefur valið sex bestu samherjana af ferlinum sínum en þessi magnaði knattspyrnumaður mun leggja skóna á hilluna fyrr en síðar.
Messi minntist einnig á tvo þjálfara sem hann hefur haft á ferlinum sem höfðu mikil áhrif á hann.
Messi telur upp sex leikmenn frá Barcelona og tvo stjóra þaðan.
„Guardiola og Ronaldinho eru þær persónur sem höfðu mest áhrif á mig hjá Barcelona,“ sagði Messi.
„Pep var þjálfarinn sem ég hafði lengi og við afrekuðum magnaða hluti saman. Ronaldinho því hann tók utan um mig og hjálpaði mér þegar ég var að byrja í aðalliði Barcelona.“
„Ég hugsa líka hlýlega til Iniesta og Xavi sem liðsfélaga, svo eru það Suarez, Alba og Busquets sem eru með mér í Miami.“
Hann minntist svo á fyrrum þjálfara sinn sem lést fyrir tíu árum. „Ég verð líka að senda sérstakar kveðju til Tito Vilanova, ég sakna hans svo mikið.“