Manchester United skoðar þann möguleika að fá David Raum, vinstri bakvörð RB Leipzig, samkvæmt Sky í Þýskalandi.
Raum er 26 ára gamall Þjóðverji sem kom til Leipzig frá Hoffenheim sumarið 2022 og hefur heillað hjá félaginu.
Ruben Amorim, nýr stjóri United, er sagður mjög áhugasamur um að fá Raum. Hann henti vel sem vængbakvörður í kerfi Portúgalans.
United sýndi Raum, sem á að baki 26 A-landsleiki fyrir Þýskaland, þá áhuga í sumar einnig samkvæmt fréttum.