fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
433Sport

Þóroddur segir minni líkur en meiri á að þessi breyting verði gerð á Íslandi á næsta ári – „Dagarnir og tíminn eftir að við gerum mistök eru rosalega erfiðir“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. desember 2024 10:24

Á myndinni eru Steinar Stephensen frá FH og Þóroddur Hjaltalín yfirmaður dómaramála hjá KSÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóroddur Hjaltalín, yfirmaður dómaramála hjá KSÍ, er mjög hlynntur því að innleiða myndbandsdómgæslu, VAR, í íslenska boltanum. Hann segir þó að það þurfi að vanda til verka og að það muni taka tíma.

Umræða um þetta hefur verið hávær undanfarin ár en allar helstu deildir Evrópu nota VAR í leikjum þar. Þóroddur var í viðtali við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpinu Mín Skoðun og var hann þar spurður út í hvort það séu einhverjar líkur á að VAR verði notað hér heima á næsta tímabili.

„Ég á erfitt með að átta mig á því. Ég myndi kannski segja, eins og staðan er akkúrat núna, að það séu minni líkur en meiri. En við erum að vinna að þessu og ég get alveg sagt það, hafandi verið dómari í öll þessi ár, að ef við erum að gera stór mistök í leik, sem hafa mögulega áhrif á úrslit leikja, auðvitað myndum við vilja fá hjálpina strax ef það er í boði. Frekar en að við sitjum uppi með mistökin. Dagarnir og tíminn eftir að við gerum mistök eru rosalega erfiðir, sérstaklega ef við höfum áhrif á úrslit leikja og kannski framhald tímabilsins hjá liðum,“ sagði Þóroddur.

Hann var einnig spurður út í það hvernig framkvæmdin á VAR hér á landi yrði og hvar hindranirnar séu.

„Mörgum spurningum er ósvarað en eins og þetta lítur út fyrir mér er þetta bara spurning um að finna lausnir og sigrast á þessu öllu. Það er óvissa með myndavélarnar, hvernig við ætlum að innleiða þetta og hversu mikið í einu. Það er óvissa með hvort við náum að þjálfa nógu marga dómara, eins og ef við ætlum að hafa VAR í öllum leikjum. Við þurfum lengri tíma en fyrsta skrefið ætti að vera að gera þetta eins og Finnarnir á síðustu leiktíð. Þeir innleiddu þetta í völdum bikarleikjum,“ sagði Þóroddur enn fremur í þættinum Mín Skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Talið næsta víst að hann fái sparkið eftir hörmungarnar í gær – Þessir þrír efstir á blaði

Talið næsta víst að hann fái sparkið eftir hörmungarnar í gær – Þessir þrír efstir á blaði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Höfðar mál gegn eigandanum sem Jökull gagnrýndi harðlega – „Það segir nógu mikið um hann“

Höfðar mál gegn eigandanum sem Jökull gagnrýndi harðlega – „Það segir nógu mikið um hann“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Luke Shaw aftur á meiðslalistann

Luke Shaw aftur á meiðslalistann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Mikil pressa á Lopetegui eftir slæmt tap – Fyrsti sigur Van Nistelrooy

England: Mikil pressa á Lopetegui eftir slæmt tap – Fyrsti sigur Van Nistelrooy
433Sport
Í gær

Vildi komast að leyndarmálum Guardiola og ákvað að fara

Vildi komast að leyndarmálum Guardiola og ákvað að fara
433Sport
Í gær

Nóg að gera hjá ÍBV sem tilkynnir annan nýjan leikmann

Nóg að gera hjá ÍBV sem tilkynnir annan nýjan leikmann
433Sport
Í gær

Svíi í raðir Eyjamanna

Svíi í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Segir sína menn ekki í titilbaráttu þrátt fyrir vænlega stöðu

Segir sína menn ekki í titilbaráttu þrátt fyrir vænlega stöðu