Real Madrid mistókst að minnka forskot Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið mætti Athletic Bilbao.
Real tapaði þessari viðureign 2-1 og er enn fjórum stigum á eftir Barcelona en á þó leik til góða.
Kylian Mbappe klikkaði á vítaspyrnu á dögunum gegn Liverpool og gerði slíkt hið sama í leik kvöldsins.
Mbappe steig á vítapunktinn á 68. mínútu en tókst ekki að koma boltanum í netið til að jafna metin.
Jude Bellingham jafnaði metin fyrir Real áður en Gorka Guruzeta tryggði Athletic 2-1 heimasigur.