fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
433Sport

Segja að Real sé hætt við að fá Trent í janúar

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 4. desember 2024 20:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er víst hætt við að reyna við bakvörðinn Trent Alexander-Arnold í janúar að sögn enska blaðsins Telegraph.

Trent er sterklega orðaður við Real þessa dagana en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar.

Talið var að Real myndi bjóða sanngjarna upphæð í Trent í byrjun árs en útlit er fyrir að hann klári allavega tímabilið á Anfield.

Real gerir sér vonir um að fá Trent á frjálsri sölu næsta sumar og bindur vonir við það að hann framlengi ekki við Liverpool.

Liverpool er í basli með að framlengja við sínar helstu stjörnur en Mohamed Salah og Virgil van Dijk eru einnig að verða samningslausir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Neikvæðu fréttirnar um hann halda áfram – Rifust heiftarlega í hálfleik

Neikvæðu fréttirnar um hann halda áfram – Rifust heiftarlega í hálfleik
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United horfir til Þýskalands – Talið að hann sé fullkominn fyrir Amorim

United horfir til Þýskalands – Talið að hann sé fullkominn fyrir Amorim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarnan nær óþekkjanleg í afar óvæntu hlutverki – Var á allra vörum fyrir ógeðfellt atvik á árum áður

Stjarnan nær óþekkjanleg í afar óvæntu hlutverki – Var á allra vörum fyrir ógeðfellt atvik á árum áður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Luke Shaw aftur á meiðslalistann

Luke Shaw aftur á meiðslalistann