Kylian Mbappe gerði risastór mistök í sumar að sögn franska sjónvarpsmannsins Cyril Hanouna.
Hanouna er sjálfur góðvinur Nasser Al-Khelaifi sem er eigandi Paris Saint-Germain þar sem Mbappe lék um langt skeið.
Frakkinn ákvað að færa sig yfir til Real Madrid í sumarglugganum þar sem hann hefur ekki staðist væntingar til þessa.
,,Hann gerði stærstu mistök lífs síns með því að fara til Real Madrid. Hans líf er á niðurleið,“ sagði Hanouna.
,,Mbappe hefði átt að halda sig hjá PSG, vinna Meistaradeildina og Ballon d’Or. Félagið gaf honum allt sem hann vildi, þetta hefði verið hans félag.“
,,Hann hefði verið aðalmaðurinn í París.“