Julen Lopetegui, stjóri West Ham, reifst heiftarlega við Jean-Clair Todibo, leikmann liðsins, í hálfleik í tapinu gegn Arsenal um helgina. The Sun heldur þessu fram.
West Ham tapaði leiknum 2-5, en það var líka staðan í hálfleik. Mikill hiti var í mönnum þegar gengið var til búningsherbergja og eru Todibo og Lopetegui sagðir hafa rifist mikið.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lopetegui kemur sér í fréttirnar fyrir að eiga í útistöðum við eiginn leikmann á leiktíðinni. Það gerðist einnig þegar hann tók Mohammed Kudus af velli gegn Brentford.
Framtíð Lopetegui er í mikilli óvissu en í gær tapaði liðið svo 3-1 fyrir Leicester. Talið er að Spánverjinn verði rekinn og hafa Graham Potter, Edin Terzic og Sergio Conceicao verið nefnd sem nöfn sem gætu tekið við.