Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, er meiddur enn eina ferðina og verður frá í einhvern tíma.
Þetta hefur leikmaðurinn sjálfur staðfest en hann er nýkominn til baka eftir langa fjarveru.
Shaw hefur lítið spilað undanfarin tvö ár en á síðasta tímabili tókst honum að leika alls sex leiki í deild.
Shaw hefur komið við sögu í síðustu þremur leikjum United en í öllum þeim hefur hann komið inná sem varamaður.
Englendingurinn er nú að glíma við enn ein meiðslin á ferlinum og er talið að hann verði frá í nokkrar vikur.