Rodri, leikmaður Manchester City, hvatti félagið í viðtali til að ná í samlanda sinn Nico Williams frá Athletic Bilbao.
Williams er afar spennandi leikmaður sem sló í gegn á EM í sumar, þar sem Spánn varð meistari. Hann hefur til að mynda verið orðaður við Barcelona.
„Ég myndi taka hann í City, án alls vafa. Hann þarf að finna fyrir kuldanum hér í Manchester, þetta er bara svipað og í Bilbaó,“ sagði Rodri léttur.
Williams er samningsbundinn Bilbao þar til 2027 en klásúla er í gangi þar til á næsta ári um að hann megi fara fyrir 50 milljónir punda.