Kínverski viðskiptamaðurinn Dai Yongge á Reading, sem nú spilar í ensku C-deildinni, en hann er afar umdeildur og vægast sagt óvinsæll á meðal stuðningsmanna þar sem staðan á félaginu er skelfileg og fjárhagurinn í rúst.
Yongge hafði samþykkt að selja Couhig Reading fyrir 30 milljónir punda í haust og virtist allt klappað og klárt. Á síðustu stundu neitaði Youngge hins vegar að skrifa undir. Það var eftir að Couhig hafði lánað félaginu 5 milljónir punda til að standa undir kostnaði á meðan kaupin gengu í gegn.
Couhig sækist eftir 800 þúsund pundum í kostnað og 9,5 milljónum punda í hugsanlega tapað fé. Þrátt fyrir þetta allt hefur Couhig alltaf haldið því fram að tilboðið sé enn á borðinu ef Yongge snýst hugur.
Couhig kveðst bera hag stjórans Ruben Selles og leikmanna Reading fyrir brjósti, hann vilji mest af öllu bjarga félaginu. „Ég vil frekar taka við félaginu en að vinna þetta skaðabótamál,“ er haft eftir Couhig í The Sun.
Markvörðurinn Jökull Andrésson var á mála hjá Reading í fjölda ára en var mikið lánaður út á þeim tíma. Hann mætti í Íþróttavikuna hér á 433.is í haust og ræddi meðal annars Yongge og stöðuna á félaginu.
„Klúbburinn minn, þetta er einhver þvæla sem er í gangi þarna. Það er ekki búið að borga hita og rafmagn, oftast er ég ekki að fá launin mín á réttum tíma, sem er fáránlegt í þessu umhverfi,“ sagði Jökull í þættinum.
Jökull sagði stöðuna hjá Reading undanfarin ár hafa verið mjög skrautlega.
„Við höfum fengið mínus 12 stig undanfarin þrjú tímabil. Þegar ég kom til baka fyrsta daginn á undirbúningstímabilinu var enginn á staðnum. Það voru vanalega milljón manns þarna en þetta var bara draugabær. Það er bara búið að reka alla, það er enginn í vinnu. Við vorum í umspili um að komast upp í efstu deild fyrir 4-5 árum. Það er ruglað hvernig þetta hefur breyst.“
Svo barst Youngge í tal.
„Það er eitthvað að. Hann er búinn að setja tvo klúbba á hausinn, það segir nógu mikið um hann. Það er búið að koma fullt af fólki sem vill kaupa klúbbinn en hann vill bara selja hann á jafnmikið og Manchester United.
Það er eins og hann hafi gefist upp þegar við fórum ekki upp í efstu deild. Þá hætti hann að borga laun og almenna reikninga.“