Manchester United hætti við ákvörðun um að leikmenn myndu hita upp í jökkum til stuðnings LGBTQ+ samfélaginu í sigrinum gegn Everton á sunnudag.
The Athletic greinir frá, en þessa dagana spila fyrirliðar í ensku úrvalsdeildinni með regnbogaband til stuðnings vði LGBTQ+. Undanfarin ár hefur United bætt um betur og leikmenn hitað í jökkum til stuðnings málefninu.
Samkvæmt The Athletic var hins vegar hætt við á síðustu stundu í ár þar sem Noussair Mazraoui, sem gekk í raðir United í sumar, neitaði að taka þátt vegna trúar sinnar. Hann aðhyllist Íslam.
Í stað þess að hátta því þannig að Mazraoui yrði sá eini sem ekki klæddist jakkanum var farin sú leið að athæfinu yrði sleppt alfarið.
Samkvæmt fréttinni voru ekki allir í búningsklefa United sáttir við þessa ákvörðun.