Á meðan Breiðablik og Víkingur, liðin sem Valur ætlar sér að berjast við á toppi deildarinnar, hafa verið að styrkja sig hefur lítið heyrst frá Hlíðarenda. Fyrir því er góð ástæða eftir því sem Jóhann segir.
„Mér finnst bara allt í lagi að menn séu að flýta sér hægt. Þeir reyndu við Óla Val og Valgeir en þeir völdu að fara aðra leið (í Breiðablik),“ sagði hann í hlaðvarpinu Dr. Football.
„Ég veit að það er verið að breyta aðeins strúkturnum á því hvernig deildin er rekin. Það er að koma inn yfirmaður knattspyrnumála og mögulega annar sem verður rekstrarstjóri knattspyrnudeildar eða slíkt.“
Leikmannahópur Vals er sterkur en það olli vonbrigðum að liðið hafi ekki verið nær toppnum í deildinni í ár.
„Það er verið að breyta til. Ef þeir sjá leikmenn sem þeim líst vel á bjóða þeir í þá en ég veit að þeir eru að skoða vel og vandlega leikmenn erlendis til að styrkja hópinn. Það mun gerast,“ segir Jóhann.
Meira
Skiptar skoðanir á stöðunni á Hlíðarenda – „Eins og týndur kafbátur sem næst ekki samband við“