Það vantaði ekki upp á mörkin í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en fjórir leikir voru nú að klárast.
Sex mörk voru skoruð á St. James’ Park þar sem Newcastle tók á móti toppliði Liverpool í rosalegum leik.
Viðureigninni lauk með 3-3 jafntefli þar sem Fabian Schar reyndist hetja Newcastle með marki undir lok leiks.
Það voru einnig sex mörk skoruð á St. Mary’s vellinum þar sem Chelsea vann Southampton 5-1 á útivelli.
Manchester City vann þá loksins leik 3-0 gegn Nottingham Forest og Everton burstaði Wolves, 4-0.
Newcastle 3 – 3 Liverpool
1-0 Alexander Isak(’35)
1-1 Curtis Jones(’50)
2-1 Anthony Gordon(’62)
2-2 Mo Salah(’68)
2-3 Mo Salah(’83)
3-3 Fabian Schar(’90)
Southampton 1 – 5 Chelsea
0-1 Axel Disasi(‘7)
1-1 Joe Aribo(’11)
1-2 Christopher Nkunku(’17)
1-3 Noni Madueke(’34)
1-4 Cole Palmer(’77)
1-5 Jadon Sancho(’87)
Everton 4 – 0 Wolves
1-0 Ashley Young(’10)
2-0 Orel Mangala(’33)
3-0 Craig Dawson(’49, sjálfsmark)
4-0 Craig Dawson(’72, sjálfsmark)
Manchester City 3 – 0 Nott. Forest
1-0 Bernardo Silva(‘8)
2-0 Kevin de Bruyne(’31)
3-0 Jeremy Doku(’57)