Það er útlit fyrir að Arne Slot, stjóri Liverpool, verði án sex leikmanna gegn Newcastle í kvöld, en leikurinn fer fram á heimavelli síðarnefnda liðsins.
Liverpool hefur verið á svakalegu flugi og er með 9 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Liðið verður þó án nokkurra lykilmanna og eru vandræðin mest í öftustu línu, en Ibrahima Konate, Conor Bradley og Kostas Tsimikas eru enn að jafna sig á meiðslum.
Þá er markvörðurinn Alisson ekki alveg klár í slaginn og það sama má segja um Diogo Jota og Federico Chiesea.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30.