Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, ku vera pirraður út í stjórn félagsins sem er talin vera að efast um hans framtíð hjá félagninu.
Ancelotti er talinn vera nokkuð valtur í sessi en gengi Real hefur ekki staðist væntingar á þessu tímabili.
Nokkrar af stærstu stjörnum fótboltans eru á mála hjá Real en nefna má Vinicius Junior, Kylian Mbappe og Jude Bellingham.
Sport á Spáni er Ancelotti vonsvikinn með stjórn Real og þykist vita það að framtíð hans sé mögulega í óvissu.
Ítalinn hefur gert frábæra hluti á Santiago Bernabeu undanfarin ár og vill fá tíma til að snúa gengi liðsins almennilega við.
Ancelotti er 65 ára gamall en hann var undir mikilli pressu eftir tap gegn bæði Barcelona og AC Milan á heimavelli fyrr á tímabilinu.
Þónokkrir aðilar í stjórn Real eru taldir efast um hæfni Ancelotti en forsetinn sjálfur, Florentino Perez, vill gefa sínu manni lengri tíma.