Gary Neville, Manchester United goðsögn og sparkspekingur, var allt annað en hrifinn af sínum mönnum gegn Newcastle í gær.
United tapaði enn einum leiknum, 0-2, og fer inn í nýtt ár í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Ruben Amorim, sem tók við United nýlega, stillti Casemiro og Chrisian Eriksen saman upp á miðjunni í gær.
„Casemiro og Eriksen ættu aldrei að vera að spila saman í ensku úrvalsdeildinni, alls ekki,“ sagði Neville um þá ákvörðun og hélt áfram.
„Þeir hafa átt frábæran feril en það síðasta sem við viljum er að þeir séu að spila saman.“
Neville gekk enn lengra í gagnrýni sinni á United.
„Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands.“