Manchester United goðsögnin Wayne Rooney hefur fengið sparkið frá Plymouth eftir dapurt gengi í starfi.
Undir stjórn Rooney vann Plymouth aðeins einn leik af fjórtán og er liðið á botni ensku B-deildarinnar.
Starf Rooney hafði hangið á bláþræði en nú hefur hann fengið að fjúka.
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor er á mála hjá Plymouth.
Club Statement | Argyle and Rooney mutually part ways.https://t.co/0KM0pdIRO7#pafc
— Plymouth Argyle FC (@Argyle) December 31, 2024