Manchester United er í tómu rugli í ensku úrvalsdeildinni og virðist koma stjórans Ruben Amorim engu ætla að breyta.
United tapaði fjórða leiknum í röð í ölum keppnum gegn Newcastle í gær, 0-2. Það er því ljóst að liðið fer inn í nýtt ár í 14. sæti.
United tapaði alls sex leikjum í desember undir stjórn nýja mannsins Amorim. Það eru flest töp United í einum mánuði síðan í september 1930, fyrir næstum 100 árum síðan.
Það er ljóst að eitthvað þarf að breytast á Old Trafford og spurning hvort félagið skelli sér á leikmannamarkaðinn í janúar.
6 – Manchester United have lost six games in December, their most in a single month since September 1930 (7). Concerning. pic.twitter.com/cApZFtaubw
— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2024