Árið 2024 var gert upp í Íþróttavikunni á 433.is á dögunum. Þá mættu Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson í settið til Helga Fannars og Harðar Snævars.
Jurgen Klopp kvaddi Liverpool á árinu sem er að líða eftir frábæran tíma við stjórnvölinn. Það hefur gengið frábærlega eftir brottför hans einnig undir stjórn Arne Slot.
„Kannski var bara kominn tími á þetta. Þessi kveðjustund hans tók eitthvað hálft ár í fyrra og hafði mikil áhrif á félagið. Menn voru bara ekki í fókus,“ sagði Hörður í þættinum.
„Það voru menn sem ég þekki á fimmtugs- og sextugsaldri sem grétu og sváfu ekki,“ sagði Kristján og hélt áfram. „En það er ótrúlegt hvernig Slot kemur inn og hann er ekkert að flækja hlutina.“
Liverpool er í frábærum málum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.
„Ég er skíthræddur um að Liverpool verði bara búið að hlaupa með þessa deild í janúar,“ sagði Ríkharð.