Real Betis hefur áhuga á Antony, leikmanni Manchester United, eftir því sem fram kemur í spænskum miðlum.
Antony gekk í raðir United fyrir tveimur og hálfu ári fyrir 86 milljónir punda en hefur engan veginn staðið sig á Old Trafford.
Félagið hefur sætt sig við að það þurfi að losa hann á mun lægra verði en það keypti hann á.
Betis, sem er í 9. sæti La Liga, vill fá Antony á láni og borga hluta launa hans.