Albert Guðmundsson og Glódís Perla Viggósdóttir voru besta knattspyrnufólk ársins að mati 433.is, en þetta kom fram í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni, þar sem árið var gert upp.
Albert átti frábært ár með landsliði og félagsliði. Var hann hársbreidd frá að koma Íslandi á EM í sumar með frammistöðu sinni og mörkum í umspilinu gegn Ísrael og Úkraínu í vor. Fékk hann þá félagaskipti til stórliðs Fiorentina eftir frábæra frammistöðu með Genoa.
Glódís er fyrirliði íslenska landsliðsins sem kom sér á enn eitt stórmótið, EM næsta sumar. Liðið vann Þýskaland til að mynda 3-0 á árinu. Glódís varð þá Þýskalandsmeistari með Bayern Munchen.
Hægt er að horfa eða hlusta á umræðuna um þetta og svo miklu fleira í áramótabombu Íþróttavikunnar.