Liverpool og Manchester City eru líklegri áfangastaðir Martin Zubimendi en Real Madrid. Þetta segir spænska blaðið AS.
Zubibendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar en hélt að lokum tryggð við Real Sociedad, þar sem hann er algjör lykilmaður.
Á þessari leiktíð hefur hann þá verið orðaður við City, sérstaklega eftir meiðsli miðjumannsins Rodri og áhrifa þess að missa hann úr liðinu.
Samkvæmt AS heillar það Zubimendi mjög að spila í ensku úrvalsdeildinni og gefur það liðunum þar forskot.
Klásúla er í samningi Zubimendi upp á um 50 milljónir punda, en það þykir næsta víst að hann fer hvergi fyrr en næsta sumar.