Manchester United er í vandræðum með að sannfæra ungstirnir Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho um að skrifa undir nýja samninga samkvæmt Daily Mail.
Mainoo er 19 ára og Garnacho tvítugur. Stuðningsmenn binda miklar vonir við þann fyrrnefnda, sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og þá hefur Garnacho sýnt flottar rispur frá því hann kom fram á sjónvarsviðið. Hann hefur þó verið inn og út úr liðinu undir stjórn nýja mannsins Ruben Amorum.
United vill hins vegar framlengja við þá báða en samkvæmt fréttum ætlar það að reynast erfitt að ná samkomulagi við leikmennina.
Mainoo á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum og Garnacho ári meira. United liggur því ekki lífið á að semja við þá, þó það væri vissulega þægilegra að klára það sem fyrst.