Jack Grealish gæti yfirgefið Manchester City á næstunni og tvö lið á Englandi hafa áhuga. Daily Mail segir frá.
Grealish gekk í raðir City frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda 2021 en hefur ekki alveg staðið undir þeim verðmiða.
Daily Mail segir Tottenham og Newcastle nú skoða það að fá leikmanninn til sín frá City, en Grealish á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum á Etihad.
City hefur verði í tómu tjóni á þessari leiktíð eftir að hafa verið óstöðvandi undanfarin ár. Er liðið 14 stigum frá toppliði Liverpool, sem einnig á leik til góða.