Knattspyrnumenn eru oft rangstæðir þegar kemur að lífi þeirra utan vallar. Breski miðillinn Daily Star tók saman lista yfir konur sem hafa átt í einhvers konar sambandi við knattspyrnumenn sem eiga eiginkonur eða kærustur og gætu hæglega komið þeim í vanda.
Sagði eitt sinn að eiginkonur og kærustur knattspyrnumanna ættu að fylgjast betur með hvað þeir gerðu á netinu.
Belle, sem hefur slegið í gegn með djörfu efni sínu, segist hafa sannanir fyrir þessu, að frægir knattspyrnumenn hafi oft samband við sig.
„Mér finnst ógeðslegt hvað margir knattspyrnumenn sem eiga konur eða kærustur tala við mig. Þeir kaupa aðgang að efninu mínu og biðja mig um að senda sér persónulega. Þetta fer á það stig að ég veit hvað þeir heita og þegar ég fletti þeim upp eiga þeir gjarnan kærustu eða eiginkonu og börn,“ segir Belle.
„Ég veit að ég er nánast í kynlífsbransanum en það sem þeir gera fer langt yfir strikið. Þeir eru ekki heiðarlegir við maka sína. Sumir þeirra segjast vilja gera hluti sem þeir fá ekki frá eiginkonu sinni en það er alls ekki sanngjarnt gagnvart þeim. Ég vil ekki sundra fjölskyldum en ég vil að makar leikmanna setji þeim skýrar reglur. Þær þurfa til dæmis að fá að vita aðgangsorð hjá mönnum sínum, fletta upp vafrasögunni þeirra og fá að vita vita hvar þeir eru.“
Sagði eitt sinn frá því þegar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sendi henni skilaboð og sagðist vilja sofa hjá henni ef hún grennti sig.
„Hver í andskotanum heldur þú að þú sért?“ svaraði Alex, sem segist hafa verið ansi reið eftir að hafa fengið skilaboðin. Hún segir að oft hafi verið gert grín af sér vegna þyngdarinnar.
Alex tók einnig fram að umræddur leikmaður hafi verið í sambandi með annarri konu.
OnlyFans-stjarnan Alexia Grace heldur mikið upp á enska knattspyrnuliðið Aston Villa og fyrir tímabilið í fyrra lofaði hún leikmönnum nektarmyndum fyrir að ná Meistaradeildarsæti.
Hún sagði svo frá því á að ónefndur leikmaður hafi innkallað loforðið þegar markmiðið náðist.
„Það hefur einn sent á mig en við höldum því á milli okkar. Ég er ekki að fara að deila neinum nöfnum.“
OnlyFans-stjarnan Paola Saulino sagði frá sambandi sínu með stjörnu úr ensku úrvalsdeildinni, sem var í sambandi, árið 2022.
Saulino og fótboltamaðurinn hittust fyrst í partíi, áður en þau stunduðu kynlíf í bíl. Samband þeirra stóð yfir í einhvern tíma en á endanum fannst Saulino hún notuð.
„Hann kynnti sig strax fyrir mér og gat í raun ekki tekið augun af mér. Við hlógum saman og áttum frábæra tíma saman. Mér líkaði mjög vel við hann,“ segir Saulino um fyrstu kynni þeirra. Þau hafi svo sofið saman í bíl og farið á djammið. Eftir það ákváðu þau að hittast síðar.
Eftir þetta var fótboltamaðurinn í miklu samandi við Saulino. „Hann bað mig um nektarmyndir á hverjum degi. Hann bað oft um eina mynd í viðbót. Stundum sendi ég honum myndir seint á kvöldin svo hann gæti séð þær þegar hann vaknaði.“
Leikmaðurinn sleit framhjáhaldinu þó svo með einu símtali.
„Mér fannst ég niðurlægð. Hann lét mig elska sig en kom svo illa fram við mig. Ég sá hann fyrir hvað hann var, slæman gaur sem lýgur og virðir ekki annað fólk. Hann notaði mig og hélt framhjá kærustu sinni. Hvernig maður er þetta?“