Enzo Maresca, stjóri Chelsea, ætlar að hleypa fimm leikmönnum burt í janúar, eftir því sem fram kemur á BBC.
Ben Chilwell er þar stærsta nafnið sem gæti verið á förum, en hann hefur aðeins spilað einn leik á tímabilinu.
Carney Chukwuemeka má þá fara en Chelsea vill hins vegar 40 milljónir punda, samkvæmt ákvæði í samningi miðjumannsins unga.
Cesare Casadei má þá fara á láni og ætlar Chelsea einnig að hleypa í burt hinum ungu Harvey Vale og Alex Matos.
Chelsea hefur komið á óvart á leiktíðinni á fyrsta ári Maresca með liðið. Er það í fjórða sæti, 10 stigum á eftir toppliði Liverpool.