Aleksei Bugayev, fyrrum landsliðsmaður Rússlands, lést í gær í átökunum í Úkraínu, en hann barðist þar með Rússlandsher.
Faðir Bugayev greinir frá þessu, en hann var 43 ára gamall. Spilaði hann sem varnarmaður á sínum tíma og spilaði meðal annars á EM 2004 í Portúgal.
Í september var Bugayev dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til eiturlyfjasmygls en föngum bauðst síðar að ganga til liðs við rússneska herinn.
„Því miður eru tíðindin um andlát Aleksei sönn. Hann lést í dag,“ sagði faðir hans í rússneskum fjölmiðlum í gær.