fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
433Sport

Þekktur meðlimur Rússlandshers lést á vígvellinum í gær – Hlaut þungan dóm í haust

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. desember 2024 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aleksei Bugayev, fyrrum landsliðsmaður Rússlands, lést í gær í átökunum í Úkraínu, en hann barðist þar með Rússlandsher.

Faðir Bugayev greinir frá þessu, en hann var 43 ára gamall. Spilaði hann sem varnarmaður á sínum tíma og spilaði meðal annars á EM 2004 í Portúgal.

Í september var Bugayev dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til eiturlyfjasmygls en föngum bauðst síðar að ganga til liðs við rússneska herinn.

„Því miður eru tíðindin um andlát Aleksei sönn. Hann lést í dag,“ sagði faðir hans í rússneskum fjölmiðlum í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir ætla að losa sig við varafyrirliðann sem fyrst

Sagðir ætla að losa sig við varafyrirliðann sem fyrst
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja að Rooney muni strax fá starfstilboð

Segja að Rooney muni strax fá starfstilboð