fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
433Sport

Stórir fjölmiðlar ósammála um stöðuna á framtíð Trent hjá Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. desember 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold er áfram sterklega orðaður við Real Madrid, en samningur hans við Liverpool rennur út eftir leiktíðina.

Spænski miðillinn AS segir nú að samningar milli Trent og Real Madrid séu nánast í höfn og þeir verði kláraðir í næsta mánuði, en eftir áramót má bakvörðurinn semja við önnur félög um að fara frítt til þeirra næsta sumar.

Þar segir jafnframt að Real Madrid vinni í því að halda því leyndu eins og hægt er að Trent sé á leiðinni, til þess að styggja ekki Liverpool.

Samkvæmt fréttum frá Liverpool er þó ekkert til í því að samningar séu að nást. Framtíð Trent sé áfram í lausu lofti. Hinn virti Fabrizio Romano hefur tekið undir þetta.

Eitt er þó víst. Liverpool þarf að semja við Trent sem allra fyrst, vilji félagið halda honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir ætla að losa sig við varafyrirliðann sem fyrst

Sagðir ætla að losa sig við varafyrirliðann sem fyrst
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja að Rooney muni strax fá starfstilboð

Segja að Rooney muni strax fá starfstilboð