Marcus Rashford er í leikmannahópi Manchester United sem mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni klukkan 20.
Rashford hefur verið úti í kuldanum hjá stjóranum Ruben Amorim í fjórum leikjum í röð en snýr nú aftur í leikmannahópinn og tekur sér sæti á bekknum.
Fréttir af þessu fóru á kreik í dag en hafa verið staðfestir nú með útgáfu á leikmannahópum kvöldsins.
Leikur kvöldsins fer fram á Old Trafford en United þarf að rétta úr kútnum eftir hörmulegt gengi á leiktíðinni.
Rashford hefur verið sterklega orðaður frá United en það er spurning hvort þessi tíðindi gefi vísbendingar um annað.
Byrjunarlið United í leiknum
Onana; De Ligt, Maguire, Martinez; Mazraoui, Casemiro, Eriksen, Dalot; Amad, Hojlund, Zirkzee.