Newcastle hefur skellt rosalegum verðmiða á framherjann eftirsótta Alexander Isak. Telegraph fjallar um málið.
Isak hefur farið á kostum með Newcastle, en hann var keyptur frá Real Sociedad á 63 milljónir punda árið 2022. Er hann kominn með 42 mörk í 68 úrvalsdeildarleikjum á Englandi.
Svíinn hefur til að mynda verið orðaður við Liverpool, sem og Arsenal, en liðið sárvantar framherja. Þá hafa fleiri stórlið verið nefnd til sögunnar.
Telegraph segir Newcastle þó hafa skellt 150 milljóna punda verðmiða á Isak og nú er spurning hvort það fæli menn frá samningaborðinu.