The Upshot rifjar þessa dagana upp skemmtilegar sögur frá árinu sem er að líða, en síðan sérhæfir sig í skrautlegum fréttum úr íþróttaheiminum.
Ein þeirra átti sér stað í Wales snemma hausts í B-deildinni þar í landi. Þar kom Jordan nokkur Evans inn á sem varamaður fyrir Baglan Dragons gegn Cwmbran Celtic. Staðan var 1-3 þegar hann kom inn á en lagði hann upp tvö mörk og skoraði svo sigurmarkið sjálfur í endurkomusigri.
Þegar 5 mínútur lifðu leiks mætti þó lögreglan óvænt á svæðið og leiddi Evans burt í handjárnum. Fór hann niður á lögreglustöð og var yfirheyrður vegna gruns um þjófnað.
Félag hans birti þó yfirlýsingu skömmu síðar, þar sem var tilkynnt að Evans hefði verið sleppt og ekki yrði aðhafst frekar í máli hans.
Sjálfur sá hann gamansömu hliðina á þessu stórfurðulega máli og grínaðist með það á samfélagsmiðlum. Handtökuna má sjá hér að neðan.
Just a casual game in the Welsh leagues. A lad gets subbed on, scores a goal and gets an assist. Then gets arrested in the 85th minute. Only in south wales 🤣🤣🤣 pic.twitter.com/ACk9mCjTX3
— Jac🏴 (@LFCTJG) September 7, 2024