Sævar Atli Magnússon er mögulega á förum frá danska félaginu Lyngby en frá þessu var greint í gær.
Sævar verður samningslaus næsta sumar en hann hefur staðið sig með prýði eftir komu fyrir þremur árum síðan.
Orri Rafn Sigurðarson greinir frá því á Twitter síðu sinni að Sævar Atli sé eftirsóttur af liði í Þýskalandi.
Liðið er ekki nefnt en Orri bendir á að Lyngby eigi mögulega von á tilboði í janúarglugganum.
Lyngby leikur í efstu deild í Danmörku en liðið er í harðri fallbaráttu þessa stundina.