Opinber aðgangur á vegum frönsku efstu deildarinnar, Ligue 1, brást fljótt við skotum Cristiano Ronaldo á dögunum.
Á Globe-fótboltaverðlaunahátíðinni í Dúbaí fyrir helgi sagði Ronaldo, sem er leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, deildina þar í landi vera sterkari en Ligue 1.
„Frakkland hefur bara Paris Saint-Germain. Restin er ekki neitt. Reyndu að spretta í 38-40 gráðu hita. Það er erfitt að verða meistari í Sádí,“ sagði Ronaldo meðal annars.
Spænska útgáfan af opinberum aðgangi Ligue 1 á samfélagsmiðlinum X svaraði þessu með því að birta mynd af Lionel Messi með HM-styttuna. Vann hann auðvitað HM í Katar með argentíska landsliðinu, en Ronaldo hefur aldrei lyft bikarnum.
„Messi þegar hann spilaði í 38 gráðum,“ stóð með myndinni sem Ligue 1 birti.
Messi spilar með Inter Miami í Bandaríkjunum í dag en var eimitt þar áður hjá PSG, sem og auðvitað Barcelona.
Leo Messi jugando con 38 grados 🌟🇦🇷🐐 pic.twitter.com/2AWglqm8zk
— Ligue 1 Español (@Ligue1_ESP) December 28, 2024