Cristiano Ronaldo er opinn fyrir því að fara annað eftir tímabilið með Al-Nassr. Spænska blaðið Marca heldur þessu fram.
Ronaldo verður fertugur í febrúar en virðist ekki á þeim buxunum að hætta. Hann gekk í raðir Al-Nassr fyrir um tveimur árum síðan og rennur samningur hans út næsta sumar.
Þegar þar að kemur er Ronaldo klár í nýja áskorun samkvæmt þessum fréttum.
Þessi fyrrum leikmaður Manchester United, Juventus og Real Madrid má ræða við önnur félög í janúar, þegar minna en hálft ár er eftir af samningi hans, um að ganga hugsanlega frítt til liðs við þau næsta sumar.