Alphonso Davies er áfram sterklega orðaður við Real Madrid og ekki slökkti það í orðrómunum þegar hann og Jude Bellingham sáust saman á skemmtistað á dögunum.
Davies er á mála hjá Bayern Munchen en hann hefur verið orðaður við Real Madrid frá því á síðustu leiktíð. Samningur hans í Þýskalandi rennur út eftir leiktíðinni og hafnaði hann stóru samningsboði Bayern í mars. Félagið bindur þó enn vonir við að halda honum.
Hinn 23 ára gamli Davies djammaði hins vegar með Bellingham, stórstjörnu Real Madrid, á dögunum og eru orðrómar um hugsanleg skipti bakvarðarins aftur komin á fullt.
Jude Bellingham w Alphonso Davies!🤍 pic.twitter.com/YCalCtDaNU
— ِ (@JBrmfc) December 29, 2024