Darwin Nunez, framherji Liverpool, er á óskalista AC Milan samkvæmt fréttum frá Mílanó í dag.
Nunez gekk í raðir Liverpool fyrir um tveimur og hálfu ári síðan frá Benfica fyrir upphæð sem gæti orðið allt að 85 milljónir punda. Hann hefur þó ekki beint staðið undir væntingum.
Talið er að Milan sé að reyna að fá hann á láni með það fyrir augum að kaupa hann svo endanlega næsta sumar.
Þá er það einnig að frétta af framherjamálum Liverpool að Liam Delap er orðaður við félagið, sem og fleiri, í Daily Mail.
Delap er á mála hjá Ipswich og hefur hann skorað sex mörk á leiktíðinni fyrir nýliðana í ensku úrvalseildinni.
Delap kom frá Manchester City í sumar, þar sem hann var alls í fimm ár en mest lánaður út á þeim tíma. City er eitt af þeim félögum sem hefur einmitt áhuga á að fá hann aftur. Auk þess hafa Chelsea og Manchester United áhuga, sem og Liverpool.