Paulo Fonseca hefur verið rekinn frá AC Milan en þetta staðfestir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Milan spilaði við Roma á heimavelli í gærkvöldi en tókst ekki að næla í sigur í leik sem lauk 1-1.
Sergio Conceicao mun taka við keflinu af Fonseca en hann gerði flotta hluti með Porto frá 2017 til 2024.
Conceicao þekkir vel til Ítalíu en hann er fyrrum leikmaður Lazio, Parma og Inter Milan.
Milan situr í áttunda sæti deildarinnar, 14 stigum frá toppliði Atalanta.