Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og var mikið um áhugaverð úrslit.
Hörmungar Manchester United halda áfram en liðið tapaði gegn Newcastle á heimavelli í kvöld. Alexander Isak kom Newcastle yfir 4. mínútu og stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Joelinton forskotið.
Meira var ekki skorað og lokatölur 0-2. Þar með lýkur United árinu í 14. sæti en Newcastle er í því fimmta með 32 stig.
Ipswich tók þá á móti Chelsea og komst yfir með marki Liam Delap af vítapunktinum á 12. mínútu. Snemma í seinni hálfleik skoraði svo fyrrum Chelsea leikmaðurinn Omari Hutchinson og þar við sat. 2-0 sigur Ipswich og annað tap Chelsea í röð staðreynd.
Chelsea er því áfram í fjórða sæti deildarinnar með 35 stig en Ipswich er í því átjánda með 15.
Loks gerðu Aston Villa og Brighton jafntefli í markaleik. Simon Adingra kom gestunum að sunnan yfir á 12. mínútu en Ollie Watkins jafnaði af vítapunktinum á 36. mínútu. Morgan Rogers kom Villa svo yfir snemma í seinni hálfleik en Tariq Lamptey jafnaði fyrir Brighton á 82. mínútu.
Liðin eru hlið við hlið í deildinni, Villa með 29 stig í níunda sæti og Brighton með 2 stigum minna.