Manchester City er með Ola Aina, bakvörð Nottingham Forest, á blaði yfir hugsanlega arftaka Kyle Walker. The Sun heldur þessu fram.
Hinn 28 ára gamli Aina er að eiga frábært tímabil með Forest, sem er mjög óvænt í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Aina kom til Forest fyrir síðustu leiktíð en skrifaði aðeins undir tveggja ára samning og mætti því fara frítt næsta sumar.
City hyggst nýta sér það en hjá Forest keppast menn við að reyna að fá Aina, sem er uppalinn hjá Chelsea, til að framlengja.
Sem fyrr segir sér City Aina sem arftaka Walker, en það að er hægjast all hressilega á þeim annars ágæta leikmanni.