Marcus Rashford er í leikmannahópi Manchester United sem mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í leik sem var að hefjast.
Rashford hefur verið úti í kuldanum hjá stjóranum Ruben Amorim í fjórum leikjum í röð en nú er hann mættur á varamannabekkinn.
Þetta kemur mörgum á óvart en Rashford hefur verið sterklega orðaður frá United og sjálfur sagst vera opinn fyrir því að leita annað.
„Það eru margir sem eru ekki með. Eins og ég segi alltaf vel ég leikmenn og ég get valið hann. Í þetta skiptið er hann hér,“ sagði Amorim fyrir leikinn sem var að hefjast.
Leikur kvöldsins fer fram á Old Trafford en United þarf að rétta úr kútnum eftir hörmulegt gengi á leiktíðinni.