Paris Saint-Germain hefur tekið fyrir það að hafa áhuga á að reyna að fá Mohamed Salah til liðs við sig á frjálsri sölu.
Salah er að verða samningslaus næsta sumar og má ræða við önnur félög frá byrjun næsta árs um að fara frítt þangað. Hann hefur til að mynda verið orðaður við PSG og fjölda liða í Sádi-Arabíu.
„Þetta er ekki satt. Hann er ótrúlegur leikmaður en við höfum ekki íhugað að fá hann. Öll félög væru til í að hafa hann hjá sér en þessar sögusagnir eru ekki sannar,“ segir Nasser Al-Khelaifi, forseti franska félagisns.
Salah vill helst vera áfram hjá Liverpool en er sagður pirraður á þeim sem ráða hjá félaginu. Hann vill hærri laun en það er til í að bjóða honum.
Egyptinn skrifaði undir þriggja ára samning sem innihélt 350 þúsund pund í vikulaun árið 2022. Vill hann skrifa undir svipað langa framlengingu með enn frekari launahækkun