Erik ten Hag kemur til greina sem næsti stjóri RB Leipzig ef marka má Sky í Þýskalandi.
Marco Reus er við stjórnvölinn hjá liðinu en er undir pressu eftir dapurt gengi undanfarið. Liðið hefur ekki unnið í sex leikjum í röð, er í fjórða sæti í Bundesligunni og 34. sæti í Meistaradeildinni. Um helgina tapaði liðið 5-1 fyrir Wolfsburg og pressan magnast.
Roger Schmidt, fyrrum stjóri RB Salzburg, Bayer Leverkusen og fleiri liða, er sagður efstur á blaði Leipzig ef skipt verður um stjóra. Sá var rekinn frá Benfica í byrjun tímabils.
Sagan segir þó að hann vilji ekki taka að sér starf fyrir næsta sumar og gæti það opnað dyrnar fyrir Ten Hag, sem var eins og flestir vita rekinn frá Manchester United fyrr á leiktíðinni eftir dapurt gengi á Old Trafford.