Markvörðurinn Alisson nálgast endurkomu á völlinn eftir meiðsli. Þetta segir Arne Slot, stjóri Liverpool.
Slot ræddi við fjölmiðla í aðdraganda leiksins gegn Newcastle annað kvöld en þar verður Írinn Caoimhin Kelleher í markinu, eins og hann hefur verið undanfarið vegna meiðsla Alisson.
Kelleher hefur staðið sig afar vel og margir velt fyrir sér hvort hann hreinlega haldi stöðunni eftir að Alisson kemur aftur.
„Alisson nálgast endurkomu. Þetta gæti tekið nokkra daga í viðbót en er að koma. Áætlun okkar er að Alisson verði mættur í markið fyrir lok desember,“ sagði Slot hins vegar við fjölmiðla og því útlit fyrir að Brasilíumaðurinn verði áfram númer eitt eftir að hann verður heill.