Mohamed Salah er ekki endilega á leið til Sádi Arabíu ef hann ákveður að yfirgefa Liverpool í sumar.
Frá þessu greinir franski miðillinn L’Equipe sem segir að Salah sé opinn fyrir því að ganga í raðir Paris Saint-Germain.
Salah hefur enn ekki skrifað undir framlengingu á Anfield og hefur gefið í skyn að hann sé að kveðja eftir tímabilið – samningur hans rennur út 2025.
Salah var orðaður við Sádi Arabíu á síðasta ári en Liverpool ku hafa fengið boð upp á 200 milljónir punda sem var hafnað.
PSG getur borgað Salah ofurlaun í frönsku höfuðborginni og er Egyptinn talinn hafa áhuga á að færa sig þangað og halda sig þar með í Evrópu.