Viðræðum milli Amad Diallo og Manchester United miðar vel áfram og stefnt er að því að leikmaðurinn skrifi undir langtímasamning á Old Trafford fyrir lok árs.
Amad hefur óvænt verið lykilmaður fyrir United undanfarið og hefur nýr stjóri, Ruben Amorim, miklar mætur á honum.
Samningur Amad rennur hins vegar út næsta sumar og má hann því ræða við önnur félög í janúar samkvæmt reglum.
Þó er ákvæði í samningi leikmannsins sem gerir United kleift að framlengja hann um ár til viðbótar en félagið vill hins vegar klára langtímasamning sem fyrst.
Amad gekk í raðir United í janúar 2021 en hefur á tíma sínum á Old Trafford verið lánaður til Rangers og Sunderland.
Amorim hrósaði honum einmitt í hástert eftir 4-0 sigur á Everton um helgina, þar sem Amad lagði upp tvö.
„Hann gerði mjög vel en hann þarf líka að bæta ákveðna þætti. Hann var góður varnarlegur og sóknarlega og þarf að halda svona áfram. Ruud van Nistelrooy hjálpaði honum mikið í þeim leikjum sem hann var við stjórnvölinn og það hjálpar mér núna,“ sagði Amorim um Amad eftir leik.
🚨🔴 Understand Manchester United made good progress with Amad Diallo’s new contract in recent weeks!
United are working to get new long term deal done before the end of 2024… even before activating club clause to extend current deal until 2026.
Amad, key for club and Amorim. pic.twitter.com/uzPiCmohI0
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 2, 2024