West Ham er farið að horfa í kringum sig ef kemur til þess að félagið sjái þörf á að skipta um knattspyrnustjóra.
Julen Lopetegui tók við West Ham í sumar en hefur árangurinn verið undir væntingum. Hæstráðendur félagsins eru áhyggjufullir eftir 5-2 tap á heimavelli gegn Arsenal um helgina.
Nú segir Guardian í umfjöllun sinni um málið að Sergio Conceicao sé á blaði félagsins sem mögulegur arftaki.
Conceicao er án starfs og gæti því tekið við strax, en hann yfirgaf Porto í sumar.
West Ham situr sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Mætir liðið Leicester á útivelli í kvöld.