Ónefndur stuðningsmaður Chester á Englandi var fundinn látinn í gær eftir leik liðsins við Warrington Town í ensku neðri deildunum.
Chester hefur staðfest það en um var að ræða aðila sem hafði verið í umræðunni vegna kynþáttafordóma um helgina.
Maðurinn var eftirlýstur eftir óboðlega hegðun og rasisma í þessari viðureign en stuttu síðar fannst hann látinn.
Daily Mail fjallar um málið en maðurinn átti að mæta til yfirheyrslu hjá lögreglunni áður en hann var fundinn meðvitundarlaus.
Það er óljóst hvernig maðurinn lést að svo stöddu en talað er um að hann hafi mögulega tekið eigið líf.
Chester spilar í sjöttu efstu deild Englands en næsti leikur liðsins er gegn Leamington í dag.