Ruben Amorin, stjóri Manchester United, er mjög spenntur fyrir varnarmanninum Leny Yoro sem kom til félagsins í sumar.
Yoro hefur ekkert spilað með United í vetur vegna meiðsla en er nú að snúa til baka og styttist í hans endurkomu.
Yoro kom frá Lille í sumarglugganum en hann er aðeins 19 ára gamall og á framtíðina fyrir sér.
,,Að mínu mati þá er hann með einstök gæði og við þurfum að fara varlega á þessum tímapunkti,“ sagði Amorim.
,,Hann er ekki að æfa einn en hann æfir með nokkrum leikmönnum. Hann er mjög hraður varnarmaður og hentar nútíma fótbolta. Það er gott þegar þú vilt pressa hátt á vellinum.“
,,Hann er öflugur með boltann en við þurfum að fara varlega og ég er mjög spenntur fyrir því að sjá Leny Yoro spila.“