Federico Chiesa er strax að leitast eftir því að komast burt frá Liverpool eftir að hafa komið til félagsins í sumar.
Frá þessu greinir ítalski miðillinn Foot Mercato en Chiesa er 27 ára gamall og er fyrrum leikmaður Fiorentina og Juventus.
Chiesa hefur lítið sem ekkert spilað fyrir Liverpool í vetur en meiðsli hafa þó sett strik í reikninginn.
Ítalinn ku ekki vera ánægður með sitt hlutverk í liðinu undir Arne Slot og gæti mögulega kvatt strax í janúar.
Chiesa er ítalskur landsliðsmaður en Napoli, Inter Milan og Fiorentina eru öll sögð hafa áhuga á hans þjónustu.
Vængmaðurinn hefur spilað í fjórum leikjum á tímabilinu og aðeins byrjað einn af þeim.