Mario Balotelli mun ekki endast lengi hjá liði Genoa en hann er nýbúinn að skrifa undir samning við félagið.
Ítalinn hefur lítið sem ekkert spilað síðan hann skrifað undir samning við félagið í október.
Balotelli er kominn á seinni ár ferilsins en undir Patrick Vieira hefur hann fengið aðeins 56 mínútur á vellinum.
Balotelli skrifaði undir samning út tímabilið en útlit er fyrir að hann kveðji mun fyrr en búist var við.
Cruz Azul í Mexíkó sýnir leikmanninum áhuga en hann er 34 ára gamall í dag.